„Það varð algjör sprenging“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 21:32 Nú er hægt að sækja vegabréf í Hagkaup, Skeifunni. Vísir/Sigurjón Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð. Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“ Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“
Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira