„Það varð algjör sprenging“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 21:32 Nú er hægt að sækja vegabréf í Hagkaup, Skeifunni. Vísir/Sigurjón Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð. Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“ Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Einhverjir töldu að um væri að ræða síðbúið aprílgabb þegar greint var frá því í gær að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Svo er hins vegar ekki og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa en síðan í gær hafa langflestir sem sótt hafa um nýtt vegabréf óskað eftir að sækja skilríki sín þangað að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Þjóðskrá. „Það varð algjör sprenging. Korter í tólf í gær opnaði á þennan möguleika hjá sýslumanni og 68 prósent allra þeirra sem sóttu um skilríki í gær völdu að sækja hér. Þannig að hér erum við í dag, fyrsta daginn, með fimmtíu skilríki og 78% þeirra sem hafa sótt um í dag hafa kosið að sækja hingað,“ segir Júlía, en það voru nýjustu tölur sem lágu fyrir þegar fréttastofa hitti á hana í Skeifunni síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Meðal þess sem lá til grundvallar áður en hugmyndin var borin undir Hagkaup var staðsetning miðsvæðis og rúmur opnunartími sem auðveldi fólki að nálgast skilríki og komi í veg fyrir flöskuhálsa í móttöku Þjóðskrár. Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá, er himinlifandi með hvernig tilraunaverkefnið hefur farið af stað.Vísir/Sigurjón „Þetta er tilraunaverkefni, það má aldrei gleymast. Og þjónustusamningurinn við Hagkaup er til sex mánaða. Það er enginn auka kostnaður fyrir einstaklinga og við gerðum bara ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Þetta er í rauninni bara eitt stöðugildi sirka en það í rauninni telur ekki af því að þegar að hætta hjá okkur sökum aldurs þá höfum við ekki verið að ráða í staðinn. Hjá Þjóðskrá er starfað eftir straumlínustjórnun og erum í stöðugum umbótum og þetta er bara partur af því,“ segir Júlía. Hún vill ekki svara því til hvað þjónustusamningurinn hljóðar upp á í krónum talið. „Það er bara okkar í milli en það er sirka stöðugildi,“ segir Júlía. „Þetta er innan útboðsskyldra upphæða. Þetta eru það lágar upphæðir. En svo að sjálfsögðu ef þetta verður lengra þá fer þetta í útboð, það er algjört skilyrði.“
Stjórnsýsla Verslun Vegabréf Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira