Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.
„Verkfall við Garðaskóla er tímabundið og hefst 25. nóvember næstkomandi og stendur til 20. desember, hafi samningar ekki náðst. Aðgerðir í níu skólum hefjast 29. október og í tíunda skólanum 11. nóvember.“
Um 615 nemendur í 8. til 10. bekk stunda nám í Garðaskóla.
Kennarar hafa fundað með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Á sama tíma rekur Sambandið mál gegn kennurum í félagsdómi vegna þess sem sambandið telur vera ólögmæt boðun verkfalls.