Efnið tralopyril veldur eitrun í kræklingi Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 11:09 Ljóst er að baráttunni um firðina og sjókvíaeldið þar er hvergi nærri lokið. Þessi mynd er tekin í Djúpavogi í Berufirði. Nú hefur komið á daginn að efni sem þeir sem reka sjókvíar vilja bera á möskva sína er ekki eins hættulaust og látið hefur verið í veðri vaka. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir umsókn Arctic Fish um að fá að nota efnið tralopyril á möskva sína í sjókvíum lýsa algjöru skeytingarleysi gagnvart umhverfinu, þar komist eitt og aðeins eitt að sem er hámörkun gróða. Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal
Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira