Förum á trúnó! Katrín Þrastardóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar