Ég er kona með ADHD Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar