Að notast við kerfi sem er komið að þolmörkum er eins og að mjólka möndlu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2024 08:31 Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun