„Ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 22:08 Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Einar Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi. Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi.
Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira