Ekkert drama á bak við frestun fundarins Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 14:47 Efstu fjögur á lista Sjálstæðisflokks í Kraganum frá vinstri. Bryndís Haraldsdóttir, þriðja sæti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti, Bjarni Benediktsson, oddviti, og Rósa Guðbjartsdóttir, fjórða sæti. XD.is Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram á morgun verði frestað fram á fimmtudagskvöld. Á fundinum stendur til að kynna allan lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðs segir ástæðuna ekki vera nokkurs konar ágreining. Greint er frá frestuninni í tilkynningu á vef Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt dagskrá er um að ræða framhald af kjördæmaráðsfundinum sem haldinn var í gær. Á fundinum verði tillaga kjörnefndar um 5. til 28. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi borin upp og afgreidd. Fullskipaður framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verði staðfestur í heild sinni og loks verði önnur mál tekin fyrir. Ekkert drama Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður kjördæmaráðs, segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir frestuninni sé einfaldlega sú að verkefnið tekur lengri tíma en búist var við. Það sé tímafrekt að hringja í alla 24 sem boðið verður að þiggja sæti á listanum. Þá hafi helgin verið annasöm fyrir kjördæmaráðið og lítil orka hafi verið eftir á tankinum þegar það kom saman í dag. Því hafi verið ákveðið að fresta fundinum þangað til á fimmtudagskvöld svo að unnt væri að vinna verkið vel. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. 20. október 2024 15:15 Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 20. október 2024 16:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Greint er frá frestuninni í tilkynningu á vef Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt dagskrá er um að ræða framhald af kjördæmaráðsfundinum sem haldinn var í gær. Á fundinum verði tillaga kjörnefndar um 5. til 28. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi borin upp og afgreidd. Fullskipaður framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verði staðfestur í heild sinni og loks verði önnur mál tekin fyrir. Ekkert drama Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður kjördæmaráðs, segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir frestuninni sé einfaldlega sú að verkefnið tekur lengri tíma en búist var við. Það sé tímafrekt að hringja í alla 24 sem boðið verður að þiggja sæti á listanum. Þá hafi helgin verið annasöm fyrir kjördæmaráðið og lítil orka hafi verið eftir á tankinum þegar það kom saman í dag. Því hafi verið ákveðið að fresta fundinum þangað til á fimmtudagskvöld svo að unnt væri að vinna verkið vel.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. 20. október 2024 15:15 Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 20. október 2024 16:18 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12
Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. 20. október 2024 15:15
Bryndís Haraldsdóttir tekur þriðja sætið Bryndís Haraldsdóttir skipar þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 20. október 2024 16:18