Er forsvaranlegt að kjósa Framsóknarflokkinn? Reynir Böðvarsson skrifar 21. október 2024 07:15 Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun