Úrslitastund í troðfullri Valhöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:08 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vilja bæði 2. sætið í Suðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?