Úrslitastund í troðfullri Valhöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:08 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vilja bæði 2. sætið í Suðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37