Þarf háskólamenntað fólk til að kenna litlum börnum? Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 20:32 Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun