Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. október 2024 09:58 Snorri Másson, ritstjóri Ritstjórans, vill oddvitasæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira