„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 22:09 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga. vísir/Diego Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur. „Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
„Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira