„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 22:09 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga. vísir/Diego Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur. „Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira
„Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Sjá meira