„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 22:09 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga. vísir/Diego Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur. „Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira