Í upphafi kosningabaráttu Heimir Pálsson skrifar 18. október 2024 14:01 Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun