Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 09:51 Kim Jong Un skoðar hermenn sína. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni. Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni.
Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32