Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 09:51 Kim Jong Un skoðar hermenn sína. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni. Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni.
Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32