Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:22 Jamil Abiad stýrði Val í fjarveru Finns Freys Stefánssonar Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
„Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira