Innflytjendur og íslenska Runólfur Ágústsson skrifar 17. október 2024 11:02 Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Innflytjendamál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun