Innflytjendur og íslenska Runólfur Ágústsson skrifar 17. október 2024 11:02 Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Innflytjendamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun