Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 06:53 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi undir yfirskriftinni „Hvar er kröfugerðin?“ Segir hún kennara gegna „lykilhlutverki“ en það sé forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjendur séu í stöðu til að verða við. Vísir greindi frá því í gær að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið teldi boðun verkfalls í níu skólum ólögmæta, þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilu kennara. „Mér finnst það sorglegt að launagreiðendur séu farnir að líta á þetta sem einhvers konar útspil í kjaraviðræðum. Þá er ég bara að tala um það almennt að vísa í félagsdóm sjálfsögðum rétti launafólks að geta nýtt aðgerðir eins og verkfall til að skýra og styrkja sinn málsstað. Mér finnst í rauninni bara sorglegt að við séum á þeirri leið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, um málið í gærkvöldi. Í grein sinni segir Sigríður að vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf sé mikilvægt að viðsemjendur upplýsi um það hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefnið sem blasi við sé að ná tökum á verðbólgunni og til þess þurfi samtakamátt. „Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara,“ segir Sigríður. Almenni vinnumarkaðurinn sé í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. „Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi undir yfirskriftinni „Hvar er kröfugerðin?“ Segir hún kennara gegna „lykilhlutverki“ en það sé forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjendur séu í stöðu til að verða við. Vísir greindi frá því í gær að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið teldi boðun verkfalls í níu skólum ólögmæta, þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilu kennara. „Mér finnst það sorglegt að launagreiðendur séu farnir að líta á þetta sem einhvers konar útspil í kjaraviðræðum. Þá er ég bara að tala um það almennt að vísa í félagsdóm sjálfsögðum rétti launafólks að geta nýtt aðgerðir eins og verkfall til að skýra og styrkja sinn málsstað. Mér finnst í rauninni bara sorglegt að við séum á þeirri leið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, um málið í gærkvöldi. Í grein sinni segir Sigríður að vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf sé mikilvægt að viðsemjendur upplýsi um það hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefnið sem blasi við sé að ná tökum á verðbólgunni og til þess þurfi samtakamátt. „Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara,“ segir Sigríður. Almenni vinnumarkaðurinn sé í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. „Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent