Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 06:53 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi undir yfirskriftinni „Hvar er kröfugerðin?“ Segir hún kennara gegna „lykilhlutverki“ en það sé forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjendur séu í stöðu til að verða við. Vísir greindi frá því í gær að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið teldi boðun verkfalls í níu skólum ólögmæta, þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilu kennara. „Mér finnst það sorglegt að launagreiðendur séu farnir að líta á þetta sem einhvers konar útspil í kjaraviðræðum. Þá er ég bara að tala um það almennt að vísa í félagsdóm sjálfsögðum rétti launafólks að geta nýtt aðgerðir eins og verkfall til að skýra og styrkja sinn málsstað. Mér finnst í rauninni bara sorglegt að við séum á þeirri leið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, um málið í gærkvöldi. Í grein sinni segir Sigríður að vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf sé mikilvægt að viðsemjendur upplýsi um það hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefnið sem blasi við sé að ná tökum á verðbólgunni og til þess þurfi samtakamátt. „Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara,“ segir Sigríður. Almenni vinnumarkaðurinn sé í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. „Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi undir yfirskriftinni „Hvar er kröfugerðin?“ Segir hún kennara gegna „lykilhlutverki“ en það sé forsenda lögmætrar verkfallsboðunar að skýrar kröfur liggi fyrir sem viðsemjendur séu í stöðu til að verða við. Vísir greindi frá því í gær að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið teldi boðun verkfalls í níu skólum ólögmæta, þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilu kennara. „Mér finnst það sorglegt að launagreiðendur séu farnir að líta á þetta sem einhvers konar útspil í kjaraviðræðum. Þá er ég bara að tala um það almennt að vísa í félagsdóm sjálfsögðum rétti launafólks að geta nýtt aðgerðir eins og verkfall til að skýra og styrkja sinn málsstað. Mér finnst í rauninni bara sorglegt að við séum á þeirri leið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, um málið í gærkvöldi. Í grein sinni segir Sigríður að vegna alvarlegra áhrifa verkfalla á nemendur, foreldra og atvinnulíf sé mikilvægt að viðsemjendur upplýsi um það hvort skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar séu til staðar. Mikilvægasta verkefnið sem blasi við sé að ná tökum á verðbólgunni og til þess þurfi samtakamátt. „Á almennum vinnumarkaði var það hugrekki sýnt fyrr á árinu þegar samið var um fjögurra ára kjarasamning, almenna 3,25-3,5% hækkun að lágmarki 23.750 krónur. Stjórnvöld tóku ákvarðanir um að verða við beiðni verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til þess að styðja við gerð kjarasamninganna, þær aðgerðir voru líka fyrir kennara,“ segir Sigríður. Almenni vinnumarkaðurinn sé í harðri samkeppni við hið opinbera um starfsfólk. „Réttindi opinberra starfsmanna hafa þar sitt að segja. Á opinbera markaðinum er minni vinnuskylda, meira orlof, meiri veikindaréttur, meira starfsöryggi og rík uppsagnarvernd. Það eru kostnaðarliðir sem horfa verður til þegar heildarkjör eru borin saman við almennan vinnumarkað. Undirstaða opinbers reksturs er verðmætasköpun í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður leiði launaþróun og kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem náðist fyrr á árinu og markmiðum um lækkun verðbólgu og vaxta.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira