Fátæktarvesöld – veröld sem er Unnur Hrefna Jóhanndóttir skrifar 17. október 2024 09:01 Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Um 2100 einstaklingar undir 18 ára aldri mátu fjárhag foreldra sinna slæman eða mjög slæman og gætu því talist fátækir. Talan virðist í fljótu bragði ekki vera há, en þessi fjöldi myndi rúmast í einum framhaldsskóla með 1000 nemendum og tveimur grunnskólum með 550 nemendur hvor. Þetta er meðal þess sem kemur fram íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree, sem skilgreindi svokölluð algild fátæktarmörk (e. absolute poverty line). Rowntree tók mið af því hvað hann taldi fólki nauðsynlegt til framfærslu og skilgreindi þá sem ekki höfðu tekjur sem dugðu fyrir nauðsynjum sem fátæka, Aðferð Rowntrees er notuð enn í dag við mælingar á fátækt. Einnig er mæld svokölluð afstæð fátæktarmörk (e. relative poverty line). Þá er fólk skilgreint sem fátækt ef tekjur þess fara undir fyrirfram skilgreint hlutfall af tekjum tiltekins viðmiðunarhóps. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins í þróunarlöndum heldur einnig á Vesturlöndum. Bindum enda á fátækt Í dag, 17.október, er árlegur alþjóðlegur árverknisdagur Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um fátækt og er ætlað að stuðla að umræðu og að sjálfsögðu aðgerða til að draga úr henni. Í ár er slagorð SÞ í tilefni af deginum eftirfarandi: Bindum enda á félagslega og kerfislæga mismunun. Yfirstígum hindranir, og virkjum þekkingu að réttlátu og friðsömu samfélagi, með þátttöku og valdeflingu að leiðarljósi. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjanna árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins. Fyrsta heimsmarkmiðið er einmitt: Engin fátækt. Að útrýma fátækt í allri sinni mynd allstaðar. Fátækt á Íslandi En eru margir fátækir á Íslandi í dag? Návæmar tölur liggja ekki fyrir en á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Stutt er síðan rannsóknir hófust á fátækt hérlendis og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnnar byggju við fátækt. Tíu árum síðar var rannsóknin endurtekin og var þá hlutfallið 6,8%. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og þar kom í ljós að um 7-10% þjóðarinnar voru fátækir við upphaf nýrrar aldar. En þótt mjög langt sé síðan þessar rannsóknir voru gerðar gefa þær ákveðnar vísbendingar um fjölda fátækra hér á landi og gætu þeir þá hlaupið á þúsundum og jafnvel tugþúsundum í dag. Það eru ákveðnir þjóðfélagshópar sem frekar eru útsettir fyrir fátækt en aðrir. t.d. láglaunahópar, innflytjendur. einstæðir foreldrar, öryrkjar og jafnvel hópur ellilífeyrisþega.Það hefur t.d. margoft hefur verið bent á að upphæðir almannatrygginga nægja ekki til grunnframfærslu, jafnvel þótt ýmsum jöfnunarverkfærum stjórnvalda sé beitt eins og barnabótum, vaxta-og húsaleigubótum. Fátækt er heilsuspillandi Fátækt grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu fólks. Fátækt er sóun á mannauði, því sá sem hefur verið dæmdur til fátæktar fær ekki notið hæfileika sinna og getu. Líf fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niðurlægingu sem grefur undan andlegri og líkamlegri heilsu. Fátækt foreldra getur einnig haft langvarandi áhrif á þroska barna og unglinga til framtíðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við tryggjum börnum bestu mögulega byrjun og atlæti í lífinu og komum þannig t.d. í veg fyrir að fátækt erfist milli kynslóða. Það er því verkefni okkar allra að stuðla að og vinna á því böli sem fátækt er. Það velur sér enginn þau lífskjör og vesöld sem fylgir, en því miður er það fyrir alltof marga veröld sem er. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar