Þetta staðfestir Albert Guðmundsson formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík í samtali við fréttastofu.
Hann segir tvöfalt kjördæmisþing, millileið prófkjörs og uppstillingar, hafi ekki komið til greina á fundinum.
„Prófkjör var auðvitað úr sögunni sökum tímarammans en upp þessi tillaga stjórnar um uppstillingu var bara borin upp og hún samþykkt,“ segir Albert.
„Uppstillingarnefnd mun núna stilla upp tveimur listum sem verða bornir undir kjördæmisþing,“ segir Albert en ekki væri hægt að segja til um hvenær það verði.