Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 10:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon lofar alvöru Gaz-leik í kvöld. stöð 2 sport Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31