Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 10:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon lofar alvöru Gaz-leik í kvöld. stöð 2 sport Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31