Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Anna Lára Steindal skrifar 16. október 2024 15:31 Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar