Neytendur

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gjald verður lagt á nikótínpúða og rafrettuvökva á næsta ári verði frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta gjöld að raunveruleika á yfirstandandi þingi.
Gjald verður lagt á nikótínpúða og rafrettuvökva á næsta ári verði frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta gjöld að raunveruleika á yfirstandandi þingi. Vísir/Einar

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Í matinu kemur fram að áformaðar séu breytingar sem fela í sér ýmsar nauðsynlegar lagabreytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld og fleiri lögum. Það muni meðal annars, leiða til betri og skýrari löggjafar. 

Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að tekjur vegna gjaldtöku á millilítra af vökva í rafrettum og áfyllingarvökva fyrir rafrettur geti numið tveimur milljörðum á næsta ári. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af gjaldtöku á nikótínvörur að fjárhæð 30 krónur á hvert gramm gætu numið fjórum milljörðum króna auk 1,5 milljarða vegna virðisaukaskatts.

„Samfélagslegur ávinningur er af aðgerðum sem auðvelda fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, svo sem í formi aukinnar fjölbreytni efnahagslífsins. Sama á við um gjaldtöku á nikótínvörur, einnota rafrettur og áfyllingarvökva í rafrettur,“ segir í matinu og að breytingin muni hafa áhrif á lýðheilsu.

Eftirspurn dragist mögulega saman vegna gjaldtöku

Matið er næmt fyrir forsendum um eiginverðteygni eftirspurnar eftir framangreindum vörum, en hún hefur áhrif á skiptingu skattbyrðarinnar milli seljenda og neytenda og það hversu mikið eftirspurn mun dragast saman vegna gjaldtökunnar.

Málið er eitt þeirra sem er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem nú er að fara frá. Frumvarpið var sett inn í samráðsgáttina í gær og er frestur gefinn til 20. október til að skila inn athugasemd um málið.


Tengdar fréttir

Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða

Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum.

Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin

Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×