Náin tengsl Eva Hauksdóttir skrifar 16. október 2024 10:46 Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar