Orðum fylgir ábyrgð! Hulda María Magnúsdóttir skrifar 16. október 2024 08:32 Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. Verkfallsverðir kennara kíktu reglulega á okkur og ánægðir með að sjá engin brot. Ekki allir foreldrar voru hins vegar jafn ánægðir, skildu ekki að við gætum ekki aðeins sveigt þetta en fyrir okkur skipti samstaðan máli. Verkfallið stóð í 39 daga eða þar til lög voru sett á það. Árið er 2014 - Grunnskólakennarar samþykkja vinnustöðvun í einn dag. Á þessum tíma var ég á fullu sem trúnaðarmaður og í grasrótastarfi kjarabaráttu grunnskólakennara, staða sem ég lenti algjörlega alveg óvart í. Eftir vel heppnaðan fund í Iðnó haustið á undan og ýmsa viðburði yfir veturinn kom það í minn hlut og annars góðs fólks (því samstaðan og engin gerir neitt svona ein) að skipuleggja þennan dag. Það var mjög sérstakt að bóka hljóðkerfi, fá tónlistaratriði og hafa samband við lögregluna til að fá samþykkt fyrir fjöldafundi en vera á sama tíma að vona að það yrði bara samið og ekkert yrði af þessu öllu. Það fór því miður ekki svo og kennarar fjölmenntu á Ingólfstorg þaðan sem við gengum síðan yfir í Ráðhúsið, mynduðum langa röð yfir brúna og stóðum svo inni þar til borgarstjóri (Jón Gnarr) og borgarstjórn ákváðu að slíta fundi, koma og hitta okkur og taka á móti ályktun. Það er erfitt að meta hvað er minnistæðast frá þessum degi, sjónvarpsmyndavélar í andlitinu og smá frammígrip frá undirritaðri sem rataði í fréttirnar. En einhverra hluta vegna man ég alltaf þegar lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við í síma vatt sér að mér í lok fundar til að nefna hvað honum hefði fundist fólk standa vel saman en á sama tíma koma vel fram á öllum stigum fundarins, engin læti eða vesen. Nema hvað. Árið er 2024 - Kennarar á öllum skólastigum samþykkja verkföll í nokkrum skólum. Hafi fólk í öðrum skólum verið í einhverjum vafa um samþykkt yrði þeirra skóli næstur flaug sá vafi út um gluggann við alræmd orð borgarstjórans í Reykjavík. Kennarar eru meira frá vegna veikinda,vilja kenna minna og vilja vera minna með börnunum. Orð sem eru eiginlega ekki svaraverð því það eina sem þau segja okkur er að borgarstjórinn hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast inni í skólastofum landsins. Ekkert sérstaklega frábært innlegg í kjarabaráttuna frá yfirmanni stærsta sveitarfélagsins. Ég hef undanfarið lesið ýmis skrif í athugasemdakerfum samfélagsmiðla og fjölmiðla. Eitt af því sem þar hefur komið fram, oftar en einu sinni, er hvort þurfi ekki bara að árangurstengja laun kennara. Hvernig einhver ætlar að fara að því hef ég ekki hugmynd um. Er ég betri kennari ef allir mínir nemendur fá alltaf A? Ná öll að lesa yfir markmiði 3 á lesfimiprófunum? Ef þau elska Písa og rúlla þeim upp? Ef það er pælingin þá get ég bara skilað inn uppsagnarbréfinu mínu strax! Fyrir mér æfelst árangurinn nefnilega ekki alltaf bara í tölum og bókstöfum þó vissulega vilji ég að öllum mínum nemendum gangi vel og hafi metnað fyrir þeirra hönd. En árangur getur líka sýnt sig í nemandanum sem situr inni í kennslustofunni hjá mér eftir að tíminn er búinn, bara til að spjalla um eitthvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Nemandanum sem stendur upp og flytur kynningu fyrir framan bekkinn þrátt fyrir hjartslátt og kvíðakast. Nemandanum sem var með C en hækkaði sig upp í B. Nemandanum sem leitar til mín þegar viðkomandi treystir sér ekki til að tala við neinn annan. Ég get haldið endalaust áfram, ég held við getum það öll sem leggjum hjarta og sál í starfið okkar sem kennarar. Þess vegna svíða orðin hans Einars svona mikið. Því ég þekki engan kennara sem vill semja sig frá því að eyða tíma með nemendum, þá ætti viðkomandi í alvörunni bara að vera að gera eitthvað annað! Ég vona svo innilega að 20 ára “afmæli” síðasta verkfalls grunnskólakennara verði ekki “fagnað” með öðru verkfalli! Hafi borgarstjórinn talið að þessi efsökunarbeiðni sem hann sendi inn í formi skoðanagreinar myndi lægja einhverjar öldur hefði hann mögulega átt að skrifa eins og hann meini það! Gaslýsingin sem felst í orðunum "mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum" gætu verið kennslubókardæmi um slíkt. Og hann nefnir ekki einu sinni það sem sveið mest, að kennarar vilji eyða sem minnstum tíma með börnunum. Einar Þorsteinsson vonaði kannski að ríkisstjórnarslitin myndu verða nógu stór alda til að skola orð hans úr sandinum en svo er sannarlega ekki. Borgarstjórinn ætti bara að taka ábyrgð á orðum sínum og biðjast afsökunar í alvörunni. Sé hann of hrokafullur til að brjóta odd af oflæti sínu er hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. Höfundur er kennslukona í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. Verkfallsverðir kennara kíktu reglulega á okkur og ánægðir með að sjá engin brot. Ekki allir foreldrar voru hins vegar jafn ánægðir, skildu ekki að við gætum ekki aðeins sveigt þetta en fyrir okkur skipti samstaðan máli. Verkfallið stóð í 39 daga eða þar til lög voru sett á það. Árið er 2014 - Grunnskólakennarar samþykkja vinnustöðvun í einn dag. Á þessum tíma var ég á fullu sem trúnaðarmaður og í grasrótastarfi kjarabaráttu grunnskólakennara, staða sem ég lenti algjörlega alveg óvart í. Eftir vel heppnaðan fund í Iðnó haustið á undan og ýmsa viðburði yfir veturinn kom það í minn hlut og annars góðs fólks (því samstaðan og engin gerir neitt svona ein) að skipuleggja þennan dag. Það var mjög sérstakt að bóka hljóðkerfi, fá tónlistaratriði og hafa samband við lögregluna til að fá samþykkt fyrir fjöldafundi en vera á sama tíma að vona að það yrði bara samið og ekkert yrði af þessu öllu. Það fór því miður ekki svo og kennarar fjölmenntu á Ingólfstorg þaðan sem við gengum síðan yfir í Ráðhúsið, mynduðum langa röð yfir brúna og stóðum svo inni þar til borgarstjóri (Jón Gnarr) og borgarstjórn ákváðu að slíta fundi, koma og hitta okkur og taka á móti ályktun. Það er erfitt að meta hvað er minnistæðast frá þessum degi, sjónvarpsmyndavélar í andlitinu og smá frammígrip frá undirritaðri sem rataði í fréttirnar. En einhverra hluta vegna man ég alltaf þegar lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við í síma vatt sér að mér í lok fundar til að nefna hvað honum hefði fundist fólk standa vel saman en á sama tíma koma vel fram á öllum stigum fundarins, engin læti eða vesen. Nema hvað. Árið er 2024 - Kennarar á öllum skólastigum samþykkja verkföll í nokkrum skólum. Hafi fólk í öðrum skólum verið í einhverjum vafa um samþykkt yrði þeirra skóli næstur flaug sá vafi út um gluggann við alræmd orð borgarstjórans í Reykjavík. Kennarar eru meira frá vegna veikinda,vilja kenna minna og vilja vera minna með börnunum. Orð sem eru eiginlega ekki svaraverð því það eina sem þau segja okkur er að borgarstjórinn hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast inni í skólastofum landsins. Ekkert sérstaklega frábært innlegg í kjarabaráttuna frá yfirmanni stærsta sveitarfélagsins. Ég hef undanfarið lesið ýmis skrif í athugasemdakerfum samfélagsmiðla og fjölmiðla. Eitt af því sem þar hefur komið fram, oftar en einu sinni, er hvort þurfi ekki bara að árangurstengja laun kennara. Hvernig einhver ætlar að fara að því hef ég ekki hugmynd um. Er ég betri kennari ef allir mínir nemendur fá alltaf A? Ná öll að lesa yfir markmiði 3 á lesfimiprófunum? Ef þau elska Písa og rúlla þeim upp? Ef það er pælingin þá get ég bara skilað inn uppsagnarbréfinu mínu strax! Fyrir mér æfelst árangurinn nefnilega ekki alltaf bara í tölum og bókstöfum þó vissulega vilji ég að öllum mínum nemendum gangi vel og hafi metnað fyrir þeirra hönd. En árangur getur líka sýnt sig í nemandanum sem situr inni í kennslustofunni hjá mér eftir að tíminn er búinn, bara til að spjalla um eitthvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Nemandanum sem stendur upp og flytur kynningu fyrir framan bekkinn þrátt fyrir hjartslátt og kvíðakast. Nemandanum sem var með C en hækkaði sig upp í B. Nemandanum sem leitar til mín þegar viðkomandi treystir sér ekki til að tala við neinn annan. Ég get haldið endalaust áfram, ég held við getum það öll sem leggjum hjarta og sál í starfið okkar sem kennarar. Þess vegna svíða orðin hans Einars svona mikið. Því ég þekki engan kennara sem vill semja sig frá því að eyða tíma með nemendum, þá ætti viðkomandi í alvörunni bara að vera að gera eitthvað annað! Ég vona svo innilega að 20 ára “afmæli” síðasta verkfalls grunnskólakennara verði ekki “fagnað” með öðru verkfalli! Hafi borgarstjórinn talið að þessi efsökunarbeiðni sem hann sendi inn í formi skoðanagreinar myndi lægja einhverjar öldur hefði hann mögulega átt að skrifa eins og hann meini það! Gaslýsingin sem felst í orðunum "mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum" gætu verið kennslubókardæmi um slíkt. Og hann nefnir ekki einu sinni það sem sveið mest, að kennarar vilji eyða sem minnstum tíma með börnunum. Einar Þorsteinsson vonaði kannski að ríkisstjórnarslitin myndu verða nógu stór alda til að skola orð hans úr sandinum en svo er sannarlega ekki. Borgarstjórinn ætti bara að taka ábyrgð á orðum sínum og biðjast afsökunar í alvörunni. Sé hann of hrokafullur til að brjóta odd af oflæti sínu er hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn. Höfundur er kennslukona í grunnskóla.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar