Mannúð í stað markaðslausna María Pétursdóttir skrifar 16. október 2024 09:30 Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum. Í sjö ár höfum við horft á hvern skandalinn á fætur öðrum, spillta bankasölu og einkavinavæðingu og hvert málið á fætur öðru keyrt í átt að lausnum markaðarins. Lausnir sem innihalda enga mannúð né rökræna lausn á vandamálum. Það hefur verið lygilega margt í þessa veru sem legið hefur í skauti ráðuneyta Vinstri Grænna sem ekki hafa veigrað sér við að fórna velferð og jöfnuði fyrir samstarf yfir hinn pólitíska ás en þar má til að mynd nefna fiskeldið og kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. VG fékk nefnilega ekki bara að éta skít heldur einnig að mata okkur hin á drullumalli í sjö ár. Hér hefur fólksfjölgun verið ör eftir heimsfaraldurinn og í stað þess að horfa til ferðamannaiðnaðar og innflutning á verkafólki er flóttafólk gert að blórabögglum og það skammlaust. Forsætisráðherra hefur grímulaust blásið í fordómalúðurinn og yfirvöld hafa ekkert aðhafst til að forða okkur sem þjóð frá samsekt í þjóðarmorði. Hér var tekið á móti flóttafólki opnum örmum á einhverjum kannski vafasömum forsendum en sem margt hvert seldi aleigu sína til að hefja líf á Íslandi. En þá skipti skútan um stefnu og fólki var bara kastað fyrir borð eins og einskis verðu enda útlendingar. Sumir útlendingar eru þó endalaust velkomnir og hér hefur ferðamannaiðnaðurinn fengið að blása út með þeim afleiðingum að innviðir eru gjörsamlega sprungnir. Löggæslan, bráðamóttakan og landspítalinn í heild sinni anna ekki móttöku fólks sem þarf á læknisaðstoð að halda og heilsugæslan okkar er víðast hvar ónýt. Það að bíða eftir tíma hjá lækni í þrjár vikur eða lengur er vægast sagt sorgleg staða og ekki bara óþolandi heldur lífshættuleg. Örorkulífeyris Kerfið hefur verið tekið í gíslingu af yfirvöldum og þá sérstaklega VG sem ennþá hafa ekki ákveðið hvernig örorka verður metin í framhaldinu. Ég þekki varla annað slíkt dæmi úr stjórnsýslunni þar sem lífsafkoma um tuttugu þúsunda manna er látin hanga í óvissu svo mánuðum skiptir og lög sett um þeirra framfærslu sem þó er aðeins autt blað. Engar reglur settar um hvernig meta skal örorku fyrr en eftirá og þetta samþykkti þingið, meira að segja Samfylkingin sem kennir sig við velferð eins og í skemmtilegum skollaleik. Starfsgetumati hefur verið komið á þrátt fyrir að það hafi valdið óheyrilegum þjáningum víðast hvar í löndunum í kringum okkur en kerfisbreytingin mun augljóslega bæði draga úr líkindum þess að þeir sem þó hafa örorku til langs tíma séu á vinnumarkaði og að þeir sem sannanlega veikist fái ekki notið þess öryggisnets sem örorkan hefur þó verið til þessa. Sjálfsákvörðunarrétturinn til að prófa sig á vinnumarkaði eða vinna eftir getu í hvert skipti er gerður að engu í þessu nýja kerfi sem þó átti að vera atvinnuhvetjandi. Ég þreytist ekki á að ítreka hversu mikil smættun á virði þeirra langveiku felst í þessum aðgerðum. Og enn og aftur er kjarabótum öryrkja frestað. Því Katrínu snerist hægri-vinstri-snú hugur þegar kom að því að láta fátækt fólk bíða. Já, þriðjungur fólks á örorkulífeyri býr við sárafátækt og bíður enn. Það er óþolandi að vinstri vængur þessarar ríkisstjórnar hafi ekki haft vilja til að vernda fátækasta fólkið á landinu. Og nú síðast var kastað í partýbombu þegar Brynjar Níelsson var settur yfir mannréttindastofnun. Svona til að skutla blautri tusku í andlit fatlaðs fólks í desert. Á sama tíma og þetta er að gerast er húsnæðisliðurinn að sliga heimilin en húsnæðismarkaðurinn er vígvöllur braskara í stað þess að vera vin fyrir húsnæðis og heimilislausa. Í stað þess að vera hluti af mannréttindum fólks í einu ríkasta landi veraldar. Glæný húsaleigulög ná ekki einu sinni að vernda leigjendur fyrir braski þeirra sem vilja fjárfesta í enn einni íbúð til að græða á eymd annarra. Markaðurinn étur velferðina, gleypir hana í heilum bita og spýtir svo út úr sér laskaðri sjálfsvirðingu venjulegs launafólks. Við þurfum varla að rifja upp hvernig stýrivextir seðlabankans hafa hækkað ískyggilega án þess að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að íhlutast um málin. Hlutdeildarlánin hafa ekki virkað nema fyrir mjög þröngan hóp og var útfærsla þeirra einnig meingölluð. Ungt fólk kemst ennþá ekki að heiman og fatlað fólk er frekar flutt hreppaflutningum út á land á hjúkrunarheimili úr alfaraleið fremur en að búa þeim sjálfstætt líf með þeim stuðningi sem þarf. Allt þetta og meira til hefur fengið að grassera á vakt síðustu ríkisstjórnar og nú þarf almenningur að segja stopp í gegnum kjörseðlana. Þökkum svo fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki setið í embætti forseta þegar þessi ríkisstjórn skilaði inn umboði. Þá hefði spillingin náð hæstu hæðum. Sósíalistar eiga góða stefnuskrá í öllum málum og glænýja húsnæðisstefnu. Í stefnuskrám þeirra eru lausnir til að rétta af stéttaskekkjuna í samfélaginu og koma hér á jöfnuði meðal manna.Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Stjórnmálin verða að snúast um almenning í landinu, velferðina og aðbúnað fólks, auðlindirnar okkar allra en ekki sérhagsmuni sem aflandseyjuprinsar fá að stjórna hér ár eftir ár leynt eða ljóst. Rödd mannúðar og jöfnuðar verður að heyrast innan þingsins á næsta kjörtímabili og rangfærslur sem sífellt er farið með til að reyna að breiða yfir ómannúðleika og spillingu ríkjandi ráðamanna, verður að leiðrétta jafnóðum. Sósíalista á þing í næstu kosningum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum. Í sjö ár höfum við horft á hvern skandalinn á fætur öðrum, spillta bankasölu og einkavinavæðingu og hvert málið á fætur öðru keyrt í átt að lausnum markaðarins. Lausnir sem innihalda enga mannúð né rökræna lausn á vandamálum. Það hefur verið lygilega margt í þessa veru sem legið hefur í skauti ráðuneyta Vinstri Grænna sem ekki hafa veigrað sér við að fórna velferð og jöfnuði fyrir samstarf yfir hinn pólitíska ás en þar má til að mynd nefna fiskeldið og kerfisbreytingar á almannatryggingakerfinu. VG fékk nefnilega ekki bara að éta skít heldur einnig að mata okkur hin á drullumalli í sjö ár. Hér hefur fólksfjölgun verið ör eftir heimsfaraldurinn og í stað þess að horfa til ferðamannaiðnaðar og innflutning á verkafólki er flóttafólk gert að blórabögglum og það skammlaust. Forsætisráðherra hefur grímulaust blásið í fordómalúðurinn og yfirvöld hafa ekkert aðhafst til að forða okkur sem þjóð frá samsekt í þjóðarmorði. Hér var tekið á móti flóttafólki opnum örmum á einhverjum kannski vafasömum forsendum en sem margt hvert seldi aleigu sína til að hefja líf á Íslandi. En þá skipti skútan um stefnu og fólki var bara kastað fyrir borð eins og einskis verðu enda útlendingar. Sumir útlendingar eru þó endalaust velkomnir og hér hefur ferðamannaiðnaðurinn fengið að blása út með þeim afleiðingum að innviðir eru gjörsamlega sprungnir. Löggæslan, bráðamóttakan og landspítalinn í heild sinni anna ekki móttöku fólks sem þarf á læknisaðstoð að halda og heilsugæslan okkar er víðast hvar ónýt. Það að bíða eftir tíma hjá lækni í þrjár vikur eða lengur er vægast sagt sorgleg staða og ekki bara óþolandi heldur lífshættuleg. Örorkulífeyris Kerfið hefur verið tekið í gíslingu af yfirvöldum og þá sérstaklega VG sem ennþá hafa ekki ákveðið hvernig örorka verður metin í framhaldinu. Ég þekki varla annað slíkt dæmi úr stjórnsýslunni þar sem lífsafkoma um tuttugu þúsunda manna er látin hanga í óvissu svo mánuðum skiptir og lög sett um þeirra framfærslu sem þó er aðeins autt blað. Engar reglur settar um hvernig meta skal örorku fyrr en eftirá og þetta samþykkti þingið, meira að segja Samfylkingin sem kennir sig við velferð eins og í skemmtilegum skollaleik. Starfsgetumati hefur verið komið á þrátt fyrir að það hafi valdið óheyrilegum þjáningum víðast hvar í löndunum í kringum okkur en kerfisbreytingin mun augljóslega bæði draga úr líkindum þess að þeir sem þó hafa örorku til langs tíma séu á vinnumarkaði og að þeir sem sannanlega veikist fái ekki notið þess öryggisnets sem örorkan hefur þó verið til þessa. Sjálfsákvörðunarrétturinn til að prófa sig á vinnumarkaði eða vinna eftir getu í hvert skipti er gerður að engu í þessu nýja kerfi sem þó átti að vera atvinnuhvetjandi. Ég þreytist ekki á að ítreka hversu mikil smættun á virði þeirra langveiku felst í þessum aðgerðum. Og enn og aftur er kjarabótum öryrkja frestað. Því Katrínu snerist hægri-vinstri-snú hugur þegar kom að því að láta fátækt fólk bíða. Já, þriðjungur fólks á örorkulífeyri býr við sárafátækt og bíður enn. Það er óþolandi að vinstri vængur þessarar ríkisstjórnar hafi ekki haft vilja til að vernda fátækasta fólkið á landinu. Og nú síðast var kastað í partýbombu þegar Brynjar Níelsson var settur yfir mannréttindastofnun. Svona til að skutla blautri tusku í andlit fatlaðs fólks í desert. Á sama tíma og þetta er að gerast er húsnæðisliðurinn að sliga heimilin en húsnæðismarkaðurinn er vígvöllur braskara í stað þess að vera vin fyrir húsnæðis og heimilislausa. Í stað þess að vera hluti af mannréttindum fólks í einu ríkasta landi veraldar. Glæný húsaleigulög ná ekki einu sinni að vernda leigjendur fyrir braski þeirra sem vilja fjárfesta í enn einni íbúð til að græða á eymd annarra. Markaðurinn étur velferðina, gleypir hana í heilum bita og spýtir svo út úr sér laskaðri sjálfsvirðingu venjulegs launafólks. Við þurfum varla að rifja upp hvernig stýrivextir seðlabankans hafa hækkað ískyggilega án þess að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að íhlutast um málin. Hlutdeildarlánin hafa ekki virkað nema fyrir mjög þröngan hóp og var útfærsla þeirra einnig meingölluð. Ungt fólk kemst ennþá ekki að heiman og fatlað fólk er frekar flutt hreppaflutningum út á land á hjúkrunarheimili úr alfaraleið fremur en að búa þeim sjálfstætt líf með þeim stuðningi sem þarf. Allt þetta og meira til hefur fengið að grassera á vakt síðustu ríkisstjórnar og nú þarf almenningur að segja stopp í gegnum kjörseðlana. Þökkum svo fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki setið í embætti forseta þegar þessi ríkisstjórn skilaði inn umboði. Þá hefði spillingin náð hæstu hæðum. Sósíalistar eiga góða stefnuskrá í öllum málum og glænýja húsnæðisstefnu. Í stefnuskrám þeirra eru lausnir til að rétta af stéttaskekkjuna í samfélaginu og koma hér á jöfnuði meðal manna.Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Stjórnmálin verða að snúast um almenning í landinu, velferðina og aðbúnað fólks, auðlindirnar okkar allra en ekki sérhagsmuni sem aflandseyjuprinsar fá að stjórna hér ár eftir ár leynt eða ljóst. Rödd mannúðar og jöfnuðar verður að heyrast innan þingsins á næsta kjörtímabili og rangfærslur sem sífellt er farið með til að reyna að breiða yfir ómannúðleika og spillingu ríkjandi ráðamanna, verður að leiðrétta jafnóðum. Sósíalista á þing í næstu kosningum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun