„Verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 12:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eru klárir í slaginn gegn FH. stöð 2 Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, hlakkar til leiksins gegn FH í Evrópudeildinni. Hann á von á því að þýska liðið fái góðan stuðning frá Eyjamönnum í kvöld og segir FH-inga verðuga andstæðinga. Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira