„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. október 2024 10:17 Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
„Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira