„Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. október 2024 10:06 Í þætti Eftirmála tjá þau Hilmar og Ellen sig um hörmungaratburðina á Gýgjarhóli árið 2018, og réttarhöldin sem fylgdu í kjölfarið. Stöð 2 „Maður missti svo mikið við þessa atlögu. Ég missti pabba, ég missti frænda minn, ég missti griðastaðinn minn þarna. Í rauninni held ég að það hafi ekki komið mér á óvart þegar hann neitaði sök. Þetta er ekki maður sem hefur gengist við gjörðum sínum,“ segir Ellen Drífa Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani á bænum Gýgjarhóli árið 2018. Banamaður Ragnars var bróðir hans, Valur Lýðsson. Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“ Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“
Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira