Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar 14. október 2024 12:47 Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun