Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2024 12:30 Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er virkilega dapurt að heyra ummæli borgarstjóra á nýliðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélagana um kennara, þar sem hann uppskar lófatak fjölda oddvita og sveitarstjóra í salnum. Það er sorglegt í ljósi þess að nú rétt fyrir helgi íhugaði ég alvarlega um framtíð mína, ungs kennara nýútskrifuðum úr meistaranámi, í þessu starfi. Ekki vegna nemenda minna sem mér þykir svo ofur vænt um og er þakklát fyrir að fá að kenna, heldur vegna umræðunnar og virðingarleysisins í garð kennarastarfsins sem erfitt er að sitja sífellt undir, ofan á álagið sem starfinu fylgir. Kjarabarátta kennara snýst um jöfnun launa þar sem sérfræðimenntun, álag og ábyrgð í starfi er metin í samræmi við aðrar fagstéttir á opinberum og almennum markaði, þar sem staðan er sú að enn er langt í land. Verandi kennari sem upplifir að komast aldrei yfir öll verkefnin sem þarf að sinna vegna skorts á tíma, sem situr flest kvöld heima hjá sér, eftir að hafa sinnt eigin börnum, og undirbýr sig utan þess tíma sem vinnu- og undirbúningstíminn nær yfir, launalaust, er sérstaklega frústrerandi að heyra og lesa síendurtekið um virðingarleysi í garð starfsins og skilningsleysi gagnvart umfangi þess. Það eru eflaust ekki mörg önnur störf þar sem þarf að undirbúa vinnuna sína áður en maður mætir í hana, en það er vissulega staðreynd í kennarastarfinu. Það þarf að sinna börnum og málum þeirra utan kennslustunda, ásamt öðrum málum sem snúa að fagþróun, verkefnastjórnun eða stefnumótun innan hvers skóla, sitja alls kyns fagfundi, eiga í foreldrasamskiptum, ásamt því að undirbúa einstaklingsmiðaða og fjölbreytta kennslu samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár þar sem markmiðið er að tryggja gæða menntun fyrir hvert barn með þarfir þess, styrkleika og velferð í huga. Svo þarf að fara yfir verkefni eða próf, meta og veita leiðsegjandi endurgjöf. Listinn er alls ekki tæmandi. Og stytting vinnuvikunnar er langt frá því að vera í höfn hjá kennurum þar sem nálgunin “betri vinnutími” snýst ekki um neitt annað en að skerða enn frekar þennan undirbúningstíma sem við höfum án þess að lækka kennsluskyldu neitt. Í skóla án aðgreiningar er bakgrunnur nemenda misjafn og þarfir þeirra ólíkar og því fylgir að sjálfsögðu aukin undirbúningsvinna, teymisfundir og foreldrasamskipti. Þessi aukni stuðningur inn í skólana sem borgarstjóri minnist á og farsældarlögin nýju eru því miður enn bara orð á blaði þar sem vanlíðan og ofbeldi hjá börnum eykst og raunveruleg úrræði ekki í sjónmáli. Þar er boltinn hjá stjórnvöldum. Sá tími sem ég ver með nemendum mínum í kennslustofunni er sá dýrmætasti við starf mitt og það sem raunverulega gefur því merkingu, þó vissulega sé það oft mjög krefjandi. Það eru aðstæður sem ég er menntuð til þess að fást við og nýt þess að sinna. Á þessum fremur þungu tímum þar sem umræða í garð kennara og það frábæra starf sem fer fram í skólum hefur verið neikvæð, og oft byggð á ranghugmyndum eða þekkingarleysi, eru það þessar stundir með nemendum sem minna mig á hvers vegna ég valdi þennan starfsframa sem ung stelpa nýútskrifuð úr framhaldsskóla. Vegna þess að það að hafa áhrif til góðs á börn og ungt fólk er eitthvað sem ég brenn fyrir. Að takast á við allar þær áskoranir sem upp koma í starfinu er eitthvað sem ég hef fagþekkingu og metnað til að sinna, en það á líka að vera metið til launa. Ég dáist sannarlega að öllum þeim kennurum sem hafa starfað á gólfinu í fjölda ára og eru þar enn, hafa staðið af sér fyrri kjarabaráttur og oft á tíðum ómálefnalega og neikvæða umræðu - því nemendur og gleðin sem starfinu fylgir trompar venjulega allt hitt. Ég hef til þessa kosið að einbeita mér að uppbyggjandi og jákvæðri umræðu um skólaþróun og menntamál. Þar fyllist ég innblæstri frá framúrskarandi kennurum sem vinna frábært starf. En ég viðurkenni að núverið er hitt farið að vega aðeins þyngra og ég get einfaldlega ekki setið á mér með að tjá mig; það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að kennarar séu metnir að verðleikum. Ef stjórnmálafólk hefur raunverulegar áhyggjur af menntun barna og nýliðun eða brottfalli úr kennarastéttinni er umræða sem þessi afar skaðleg og bara til þess fallin að til dæmis ungt fólk eins og ég sjálf, með sérfræðiþekkingu og öll spil á hendi fyrir framtíðina, velji einfaldlega að vinna við eitthvað allt annað. Höfundur er kennari.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun