Framsókn hringi nú í allar auglýsingastofurnar Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. október 2024 19:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Kristrún Frosadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Ragnar „Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við fréttastofu í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. Sigmundur tók til máls með fyrrgreindum orðum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist vonast til þess að komandi kosningar myndu ekki einkennast af brögðum og einföldum slagorðum. „Ég vona að þetta verði ekki kosningar þar sem verður eitthvað gimmick í gangi og ein setning fundin sem er algjörlega innihaldslaus frasi. Það þarf að fara í verkefnin, Viðreisn er tilbúin og við lýstum því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að kosningabaráttan væri hafin. Það er bara stuð og stemmning hjá okkur í Viðreisn.“ Óskar ríkisstjórninni til hamingju Samfylkingin, Miðflokkurinn og Viðreisn mælast nú hæst í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem eru í stjórnarandstöðu. Samfylkingin með 26 prósent fylgi, Miðflokkurinn með nítján prósent og Viðreisn með tíu prósent. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn vera tilbúin fyrir kosningar og að þau hafi verið undirbúa sig í tvö ár. Hún vonast til að veita þjóðinni nýtt upphaf. „Við erum búin að gefa út útspil í heilbrigðismálum, öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum og erum núna að vinna í húsnæðismálunum sem við munum gefa út á allra næstu dögum. Við erum klár í slaginn.“ Þorgerður segir ákvörðun Bjarna ekki hafa komið á óvart. „Ég vil óska ríkisstjórninni til hamingju með það aða hafa loksins tekið sína bestu og skynsamlegustu ákvörðun á kjörtímabilinu. Nei þessi ákvörðun kom ekki á óvart. Við vitum það náttúrulega að þessi ríkisstjórn er fortíðin og við þurfum að horfa fram á við.“ Ekki vinsamlegur skilnaður Spurður hvort það hafi verið rétt ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Sigmundur því játandi og að það hafi verið óhjákvæmilegt. „Það er mjög áhugavert að sjá að þetta er ekki vinsamlegur skilnaður. Við sjáum það á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna. Eina sem við höfum séð frá framsóknarflokknum var tilkynning frá ungum framsóknarmönnum sem blöskrar ákvörðun Bjarna Benediktssonar. Þetta hefur ekki verið tekið í einhverri sátt og það setur spurningarmerki við hvernig þessi stjórn heldur áfram. Hvernig hún klárar fjárlög og annað slíkt.“ Þorgerður tók undir orð Sigmundar og sagði ákvörðunina greinilega ekki tekna í sátt. „Talandi um nótt hinna löngu hnífa. Þetta hefur verið dagur hinna löngu hnífa. Það er greinilega miklu meira en vík á milli vina hjá þessum stjórnarflokkum. Þessir dagar hafa sýnt það að þessi ríkisstjórn var komin að endalokum.“ Fólk hljóti að manna sig upp Kristrún sagði það borga sig að segja sem minnst um það hvort hún treysti ríkisstjórninni til að sinna fyrirliggjandi verkefnum fram að kosningum. „Lykilatriðið núna eru þær vikur sem eru framundan og að flokkarnir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Við í Samfylkingunni höfum verið í stífum undirbúningi. Ég tel að það verði kosið um efnahags- og velferðarmál og finnum það hjá fólkinu í landinu að það brennur á þeim. Við verðum að horfa fram veginn og auðvitað hlýtur fólk að manna sig upp og klára það sem þarf að klára og er mikilvægt fyrir þjóðina fyrir næsta ár.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við fréttastofu í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. Sigmundur tók til máls með fyrrgreindum orðum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist vonast til þess að komandi kosningar myndu ekki einkennast af brögðum og einföldum slagorðum. „Ég vona að þetta verði ekki kosningar þar sem verður eitthvað gimmick í gangi og ein setning fundin sem er algjörlega innihaldslaus frasi. Það þarf að fara í verkefnin, Viðreisn er tilbúin og við lýstum því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að kosningabaráttan væri hafin. Það er bara stuð og stemmning hjá okkur í Viðreisn.“ Óskar ríkisstjórninni til hamingju Samfylkingin, Miðflokkurinn og Viðreisn mælast nú hæst í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem eru í stjórnarandstöðu. Samfylkingin með 26 prósent fylgi, Miðflokkurinn með nítján prósent og Viðreisn með tíu prósent. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn vera tilbúin fyrir kosningar og að þau hafi verið undirbúa sig í tvö ár. Hún vonast til að veita þjóðinni nýtt upphaf. „Við erum búin að gefa út útspil í heilbrigðismálum, öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum og erum núna að vinna í húsnæðismálunum sem við munum gefa út á allra næstu dögum. Við erum klár í slaginn.“ Þorgerður segir ákvörðun Bjarna ekki hafa komið á óvart. „Ég vil óska ríkisstjórninni til hamingju með það aða hafa loksins tekið sína bestu og skynsamlegustu ákvörðun á kjörtímabilinu. Nei þessi ákvörðun kom ekki á óvart. Við vitum það náttúrulega að þessi ríkisstjórn er fortíðin og við þurfum að horfa fram á við.“ Ekki vinsamlegur skilnaður Spurður hvort það hafi verið rétt ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Sigmundur því játandi og að það hafi verið óhjákvæmilegt. „Það er mjög áhugavert að sjá að þetta er ekki vinsamlegur skilnaður. Við sjáum það á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna. Eina sem við höfum séð frá framsóknarflokknum var tilkynning frá ungum framsóknarmönnum sem blöskrar ákvörðun Bjarna Benediktssonar. Þetta hefur ekki verið tekið í einhverri sátt og það setur spurningarmerki við hvernig þessi stjórn heldur áfram. Hvernig hún klárar fjárlög og annað slíkt.“ Þorgerður tók undir orð Sigmundar og sagði ákvörðunina greinilega ekki tekna í sátt. „Talandi um nótt hinna löngu hnífa. Þetta hefur verið dagur hinna löngu hnífa. Það er greinilega miklu meira en vík á milli vina hjá þessum stjórnarflokkum. Þessir dagar hafa sýnt það að þessi ríkisstjórn var komin að endalokum.“ Fólk hljóti að manna sig upp Kristrún sagði það borga sig að segja sem minnst um það hvort hún treysti ríkisstjórninni til að sinna fyrirliggjandi verkefnum fram að kosningum. „Lykilatriðið núna eru þær vikur sem eru framundan og að flokkarnir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Við í Samfylkingunni höfum verið í stífum undirbúningi. Ég tel að það verði kosið um efnahags- og velferðarmál og finnum það hjá fólkinu í landinu að það brennur á þeim. Við verðum að horfa fram veginn og auðvitað hlýtur fólk að manna sig upp og klára það sem þarf að klára og er mikilvægt fyrir þjóðina fyrir næsta ár.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira