Framsókn hringi nú í allar auglýsingastofurnar Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. október 2024 19:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Kristrún Frosadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Ragnar „Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við fréttastofu í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. Sigmundur tók til máls með fyrrgreindum orðum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist vonast til þess að komandi kosningar myndu ekki einkennast af brögðum og einföldum slagorðum. „Ég vona að þetta verði ekki kosningar þar sem verður eitthvað gimmick í gangi og ein setning fundin sem er algjörlega innihaldslaus frasi. Það þarf að fara í verkefnin, Viðreisn er tilbúin og við lýstum því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að kosningabaráttan væri hafin. Það er bara stuð og stemmning hjá okkur í Viðreisn.“ Óskar ríkisstjórninni til hamingju Samfylkingin, Miðflokkurinn og Viðreisn mælast nú hæst í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem eru í stjórnarandstöðu. Samfylkingin með 26 prósent fylgi, Miðflokkurinn með nítján prósent og Viðreisn með tíu prósent. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn vera tilbúin fyrir kosningar og að þau hafi verið undirbúa sig í tvö ár. Hún vonast til að veita þjóðinni nýtt upphaf. „Við erum búin að gefa út útspil í heilbrigðismálum, öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum og erum núna að vinna í húsnæðismálunum sem við munum gefa út á allra næstu dögum. Við erum klár í slaginn.“ Þorgerður segir ákvörðun Bjarna ekki hafa komið á óvart. „Ég vil óska ríkisstjórninni til hamingju með það aða hafa loksins tekið sína bestu og skynsamlegustu ákvörðun á kjörtímabilinu. Nei þessi ákvörðun kom ekki á óvart. Við vitum það náttúrulega að þessi ríkisstjórn er fortíðin og við þurfum að horfa fram á við.“ Ekki vinsamlegur skilnaður Spurður hvort það hafi verið rétt ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Sigmundur því játandi og að það hafi verið óhjákvæmilegt. „Það er mjög áhugavert að sjá að þetta er ekki vinsamlegur skilnaður. Við sjáum það á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna. Eina sem við höfum séð frá framsóknarflokknum var tilkynning frá ungum framsóknarmönnum sem blöskrar ákvörðun Bjarna Benediktssonar. Þetta hefur ekki verið tekið í einhverri sátt og það setur spurningarmerki við hvernig þessi stjórn heldur áfram. Hvernig hún klárar fjárlög og annað slíkt.“ Þorgerður tók undir orð Sigmundar og sagði ákvörðunina greinilega ekki tekna í sátt. „Talandi um nótt hinna löngu hnífa. Þetta hefur verið dagur hinna löngu hnífa. Það er greinilega miklu meira en vík á milli vina hjá þessum stjórnarflokkum. Þessir dagar hafa sýnt það að þessi ríkisstjórn var komin að endalokum.“ Fólk hljóti að manna sig upp Kristrún sagði það borga sig að segja sem minnst um það hvort hún treysti ríkisstjórninni til að sinna fyrirliggjandi verkefnum fram að kosningum. „Lykilatriðið núna eru þær vikur sem eru framundan og að flokkarnir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Við í Samfylkingunni höfum verið í stífum undirbúningi. Ég tel að það verði kosið um efnahags- og velferðarmál og finnum það hjá fólkinu í landinu að það brennur á þeim. Við verðum að horfa fram veginn og auðvitað hlýtur fólk að manna sig upp og klára það sem þarf að klára og er mikilvægt fyrir þjóðina fyrir næsta ár.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við fréttastofu í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. Sigmundur tók til máls með fyrrgreindum orðum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist vonast til þess að komandi kosningar myndu ekki einkennast af brögðum og einföldum slagorðum. „Ég vona að þetta verði ekki kosningar þar sem verður eitthvað gimmick í gangi og ein setning fundin sem er algjörlega innihaldslaus frasi. Það þarf að fara í verkefnin, Viðreisn er tilbúin og við lýstum því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að kosningabaráttan væri hafin. Það er bara stuð og stemmning hjá okkur í Viðreisn.“ Óskar ríkisstjórninni til hamingju Samfylkingin, Miðflokkurinn og Viðreisn mælast nú hæst í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem eru í stjórnarandstöðu. Samfylkingin með 26 prósent fylgi, Miðflokkurinn með nítján prósent og Viðreisn með tíu prósent. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn vera tilbúin fyrir kosningar og að þau hafi verið undirbúa sig í tvö ár. Hún vonast til að veita þjóðinni nýtt upphaf. „Við erum búin að gefa út útspil í heilbrigðismálum, öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum og erum núna að vinna í húsnæðismálunum sem við munum gefa út á allra næstu dögum. Við erum klár í slaginn.“ Þorgerður segir ákvörðun Bjarna ekki hafa komið á óvart. „Ég vil óska ríkisstjórninni til hamingju með það aða hafa loksins tekið sína bestu og skynsamlegustu ákvörðun á kjörtímabilinu. Nei þessi ákvörðun kom ekki á óvart. Við vitum það náttúrulega að þessi ríkisstjórn er fortíðin og við þurfum að horfa fram á við.“ Ekki vinsamlegur skilnaður Spurður hvort það hafi verið rétt ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Sigmundur því játandi og að það hafi verið óhjákvæmilegt. „Það er mjög áhugavert að sjá að þetta er ekki vinsamlegur skilnaður. Við sjáum það á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna. Eina sem við höfum séð frá framsóknarflokknum var tilkynning frá ungum framsóknarmönnum sem blöskrar ákvörðun Bjarna Benediktssonar. Þetta hefur ekki verið tekið í einhverri sátt og það setur spurningarmerki við hvernig þessi stjórn heldur áfram. Hvernig hún klárar fjárlög og annað slíkt.“ Þorgerður tók undir orð Sigmundar og sagði ákvörðunina greinilega ekki tekna í sátt. „Talandi um nótt hinna löngu hnífa. Þetta hefur verið dagur hinna löngu hnífa. Það er greinilega miklu meira en vík á milli vina hjá þessum stjórnarflokkum. Þessir dagar hafa sýnt það að þessi ríkisstjórn var komin að endalokum.“ Fólk hljóti að manna sig upp Kristrún sagði það borga sig að segja sem minnst um það hvort hún treysti ríkisstjórninni til að sinna fyrirliggjandi verkefnum fram að kosningum. „Lykilatriðið núna eru þær vikur sem eru framundan og að flokkarnir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Við í Samfylkingunni höfum verið í stífum undirbúningi. Ég tel að það verði kosið um efnahags- og velferðarmál og finnum það hjá fólkinu í landinu að það brennur á þeim. Við verðum að horfa fram veginn og auðvitað hlýtur fólk að manna sig upp og klára það sem þarf að klára og er mikilvægt fyrir þjóðina fyrir næsta ár.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira