„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 17:02 Kristrún Frostadóttir. vísir/vilhelm „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira