Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2024 15:40 Bjarni á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira