Sjálfstæðismenn í gúlaginu Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2024 14:31 Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af. Brynjar er, eins og margir aðrir sjálfstæðismenn, í mikilli andlegri stöðnun - einhverskonar blöndu af fráhvarfseinkennum frá kalda stríðinu og blindri flokksdýrkun. Það þýðir auðvitað lítið að rökræða við slíka menn, þeir sjá það sem þeir vilja og slást við sínar vindmyllur. Brynjar gerir það m.a með því að segja að ég myndi sóma mér vel sem fangavörður í gúlagi Sovétmanna. Nú ætla ég ekkert að neita því að mér þætti gaman að sjá Brynjar og aðra sjálfstæðismenn af hans tagi vinna heiðarlega erfiðisvinnu, og jafnvel hvetja þá til dáða með hnefanum ef því bæri að skipta (en nú hætti ég svo Brynjar geti slakað aðeins á rasskinnunum, þær þurfa að vera vel klemmdar fyrir næstu heimsókn til Valhallar). Þeir myndu þá upplifa gleðina sem fylgir því að byggja eitthvað upp, í stað þess að rífa það niður, í fyrsta sinn á ævinni. Það væri skárra gúlag en það fangelsi andlegrar örbyrgðar sem sjálfstæðismenn hafa byggt sjálfum sér. Og þó þeim sé vissulega vorkunn sem þurfa stöðugt að sleikja stígvél meistara sinna, á milli þess sem þeir spúa útúr sér eitri einfeldningslegrar heimssýnar, þá er það öllu verra fyrir restina af okkur Íslendingum, þeim 88% prósentum sem styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn, að þurfa að lifa með afleiðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað nánast öllu á Íslandi frá því ég var barn, og hefur valdið ómældum skaða, bæði með gerræðislegum stjórnarháttum, og annaðhvort sofandahætti eða meðvitaðri eyðileggingarstefnu. Eitthvað sem mætti kalla eitraða blöndu heimsku, frjálslyndis, og eiginhagsmunagæslu. Það fyrsta sem mér dettur í hug er stuðningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við árásarstríð Bandaríkjanna á Írak árið 2003. Mér var ekki alveg ljóst þá hvaða Sjálfstæðismenn gleyptu áróður Bandaríkjamanna hráan, og hverjir voru hugsa um hagsmuni þess að hafa herstöð á Íslandi þá, en afleiðingar heimsku og sérhagsmunagæslu eru oft þeir sömu. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að þeir svertu nafn okkar Íslendinga allra að eilífu. En djöfullinn er iðinn, og það er ekki nóg fyrir hann að styðja stríð, því á sama tíma voru sjálfstæðismenn auðvitað að sérsníða allsherjar efnahagshrun Íslands með því að selja vinum sínum banka (sem þeir gera aftur og aftur eins og þeir séu með blæti). Við munum flest eftir því hvernig þetta gekk fyrir sig, en það merkilega er að sjálfstæðismenn virðast sjálfir trúa því að þetta hafi bara alls ekki verið þeim að kenna. Það er reyndar þannig í þessu tilviki eins og svo oft áður - það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær sjálfstæðismenn eru að ljúga að þér eða einfaldlega að sér sjálfum. Og þó þessi mál virðist í fjarlægri fortíð, þá erum við ennþá að glíma við afleiðingar þessarar óstjórnar, og í raun undir hælnum á sömu hugmyndafræði: Bjarni Benediktsson var auðvitað lærlingur í hruninu sem klifraði upp óreiðustigann og trónir nú á toppi hans, í krafti bæði ótrúlegrar ósvífni og náttúrulegra hæfileika til að tapa uppávið. Hann talar oft eins og Áslaug - nú sé tími til kominn að muna hvað Sjálfstæðisstefnan snýst um, nú eigi að sýna ráðdeild, hlúa að lögum og reglu, lækka skatta og svo framvegis. Þetta er auðvitað strangi faðirinn sem marga sjálfstæðismenn dreymir um. En sá maður er ekki til - bara maður sem sveipar sig skikkju ráðdeildar og heiðarleika þegar þess ber undir. Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur alltaf vanrækt þau mál sem hann talar mest fyrir: hann hefur þanið út ríkið, skorið niður lögregluna, vanrækt landamæragæslu og innflytjendamál almennt, grafið undan öllum gæðum í menntakerfinu og svo mætti lengi telja. Hann er svo auðvitað að sliga Íslendinga með hræðilegri vaxta- og efnahagsstefnu ofan á allt annað. Þetta er flokkur sem hefur hvorki hugmyndafræðina eða heilindin sem þarf til að takast á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Hann hefur bara einfaldlega ekkert til málanna að leggja eftir allt sem á undan er gengið. Það er því ekkert skrýtið að menn eins og Brynjar öskri á ímyndaða kommúnista og láti sig dreyma um Berlínarmúrinn. Það var einfaldara að vera til þá, enda Sovétríkin að hrynja en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, og það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af. Brynjar er, eins og margir aðrir sjálfstæðismenn, í mikilli andlegri stöðnun - einhverskonar blöndu af fráhvarfseinkennum frá kalda stríðinu og blindri flokksdýrkun. Það þýðir auðvitað lítið að rökræða við slíka menn, þeir sjá það sem þeir vilja og slást við sínar vindmyllur. Brynjar gerir það m.a með því að segja að ég myndi sóma mér vel sem fangavörður í gúlagi Sovétmanna. Nú ætla ég ekkert að neita því að mér þætti gaman að sjá Brynjar og aðra sjálfstæðismenn af hans tagi vinna heiðarlega erfiðisvinnu, og jafnvel hvetja þá til dáða með hnefanum ef því bæri að skipta (en nú hætti ég svo Brynjar geti slakað aðeins á rasskinnunum, þær þurfa að vera vel klemmdar fyrir næstu heimsókn til Valhallar). Þeir myndu þá upplifa gleðina sem fylgir því að byggja eitthvað upp, í stað þess að rífa það niður, í fyrsta sinn á ævinni. Það væri skárra gúlag en það fangelsi andlegrar örbyrgðar sem sjálfstæðismenn hafa byggt sjálfum sér. Og þó þeim sé vissulega vorkunn sem þurfa stöðugt að sleikja stígvél meistara sinna, á milli þess sem þeir spúa útúr sér eitri einfeldningslegrar heimssýnar, þá er það öllu verra fyrir restina af okkur Íslendingum, þeim 88% prósentum sem styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn, að þurfa að lifa með afleiðingunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað nánast öllu á Íslandi frá því ég var barn, og hefur valdið ómældum skaða, bæði með gerræðislegum stjórnarháttum, og annaðhvort sofandahætti eða meðvitaðri eyðileggingarstefnu. Eitthvað sem mætti kalla eitraða blöndu heimsku, frjálslyndis, og eiginhagsmunagæslu. Það fyrsta sem mér dettur í hug er stuðningur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við árásarstríð Bandaríkjanna á Írak árið 2003. Mér var ekki alveg ljóst þá hvaða Sjálfstæðismenn gleyptu áróður Bandaríkjamanna hráan, og hverjir voru hugsa um hagsmuni þess að hafa herstöð á Íslandi þá, en afleiðingar heimsku og sérhagsmunagæslu eru oft þeir sömu. Í þessu tilviki fór ekki betur en svo að þeir svertu nafn okkar Íslendinga allra að eilífu. En djöfullinn er iðinn, og það er ekki nóg fyrir hann að styðja stríð, því á sama tíma voru sjálfstæðismenn auðvitað að sérsníða allsherjar efnahagshrun Íslands með því að selja vinum sínum banka (sem þeir gera aftur og aftur eins og þeir séu með blæti). Við munum flest eftir því hvernig þetta gekk fyrir sig, en það merkilega er að sjálfstæðismenn virðast sjálfir trúa því að þetta hafi bara alls ekki verið þeim að kenna. Það er reyndar þannig í þessu tilviki eins og svo oft áður - það er mjög erfitt að átta sig á því hvenær sjálfstæðismenn eru að ljúga að þér eða einfaldlega að sér sjálfum. Og þó þessi mál virðist í fjarlægri fortíð, þá erum við ennþá að glíma við afleiðingar þessarar óstjórnar, og í raun undir hælnum á sömu hugmyndafræði: Bjarni Benediktsson var auðvitað lærlingur í hruninu sem klifraði upp óreiðustigann og trónir nú á toppi hans, í krafti bæði ótrúlegrar ósvífni og náttúrulegra hæfileika til að tapa uppávið. Hann talar oft eins og Áslaug - nú sé tími til kominn að muna hvað Sjálfstæðisstefnan snýst um, nú eigi að sýna ráðdeild, hlúa að lögum og reglu, lækka skatta og svo framvegis. Þetta er auðvitað strangi faðirinn sem marga sjálfstæðismenn dreymir um. En sá maður er ekki til - bara maður sem sveipar sig skikkju ráðdeildar og heiðarleika þegar þess ber undir. Staðreyndin er sú að flokkurinn hefur alltaf vanrækt þau mál sem hann talar mest fyrir: hann hefur þanið út ríkið, skorið niður lögregluna, vanrækt landamæragæslu og innflytjendamál almennt, grafið undan öllum gæðum í menntakerfinu og svo mætti lengi telja. Hann er svo auðvitað að sliga Íslendinga með hræðilegri vaxta- og efnahagsstefnu ofan á allt annað. Þetta er flokkur sem hefur hvorki hugmyndafræðina eða heilindin sem þarf til að takast á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Hann hefur bara einfaldlega ekkert til málanna að leggja eftir allt sem á undan er gengið. Það er því ekkert skrýtið að menn eins og Brynjar öskri á ímyndaða kommúnista og láti sig dreyma um Berlínarmúrinn. Það var einfaldara að vera til þá, enda Sovétríkin að hrynja en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, og það er auðvitað ekkert gaman að vera á leið á ruslahaug mannkynssögunnar. Höfundur er listamaður.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun