Ríkisstjórnin á hengiflugi Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2024 11:10 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjáfstæðisflokksins, að loknum skyndilegum þingflokksfundi sem boðaður var í Valhöll í gær. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33