Áfram engar loðnuveiðar Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 09:09 Loðna um borð í Beiti NK. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Í tilkynningu þess efnis á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þessi ráðgjöf sé samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf, sem hafi byggt á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verði endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Þrjú skip Ráðgjöfin byggi á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq og veiðiskipinu Polar Ammassak á tímabilinu 21. ágúst til 1. október. Leiðangurslínur r/s Tarajoq (bláar), f/s Polar Ammassak (rauðar) og r/s Árna Friðrikssonar (grænar) í ágúst - september 2024 ásamt dreifingu loðnu samkvæmt bergmálsgildum.Hafrannsóknastofnun Leiðangurinn sé talinn hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Loðnan hafi verið nokkuð jafndreifð á svæðinu og mælingin hennar hafi haft fremur lágan breytistuðul. Heildarmagn loðnu hafi mælst tæp 610 þúsund tonn og þar af hafi stærð veiðistofns verið metin 307 þúsund tonn. Þegar tekið hafi verið tillit til metins afráns fram að hrygningu í mars sé metið að hrygningarstofninn verði 193 þúsund tonn. 95 prósenta markinu ekki náð Markmið aflareglu sé að miða heildarafla við að meira en 95 prósent líkur séu á að hrygningarstofn verði yfir viðmiðunarmörkum upp á 114 þúsund tonn á hrygningartíma. Það muni ekki nást samkvæmt niðurstöðum stofnmatsins og því sé gefin ráðgjöf um engar veiðar á þessu fiskveiðiári. Magn ókynþroska í fjölda hafi verið um 57 milljarðar en samkvæmt samþykktri aflareglu þurfi yfir fimmtíu milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fyrir næsta fiskveiðiár (2025/2026) en Alþjóðahafrannsóknaráðið muni gefa ráðgjöf þar að lútandi í júní á næsta ári. Gert sé ráð fyrir að farið verði til hefðbundna mælinga á loðnustofninum í janúar 2025 og ráðgjöfin endurmetin að þeim loknum. Loðnuveiðar Sjávarréttir Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þessi ráðgjöf sé samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf, sem hafi byggt á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verði endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Þrjú skip Ráðgjöfin byggi á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Tarajoq og veiðiskipinu Polar Ammassak á tímabilinu 21. ágúst til 1. október. Leiðangurslínur r/s Tarajoq (bláar), f/s Polar Ammassak (rauðar) og r/s Árna Friðrikssonar (grænar) í ágúst - september 2024 ásamt dreifingu loðnu samkvæmt bergmálsgildum.Hafrannsóknastofnun Leiðangurinn sé talinn hafa náð yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Loðnan hafi verið nokkuð jafndreifð á svæðinu og mælingin hennar hafi haft fremur lágan breytistuðul. Heildarmagn loðnu hafi mælst tæp 610 þúsund tonn og þar af hafi stærð veiðistofns verið metin 307 þúsund tonn. Þegar tekið hafi verið tillit til metins afráns fram að hrygningu í mars sé metið að hrygningarstofninn verði 193 þúsund tonn. 95 prósenta markinu ekki náð Markmið aflareglu sé að miða heildarafla við að meira en 95 prósent líkur séu á að hrygningarstofn verði yfir viðmiðunarmörkum upp á 114 þúsund tonn á hrygningartíma. Það muni ekki nást samkvæmt niðurstöðum stofnmatsins og því sé gefin ráðgjöf um engar veiðar á þessu fiskveiðiári. Magn ókynþroska í fjölda hafi verið um 57 milljarðar en samkvæmt samþykktri aflareglu þurfi yfir fimmtíu milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fyrir næsta fiskveiðiár (2025/2026) en Alþjóðahafrannsóknaráðið muni gefa ráðgjöf þar að lútandi í júní á næsta ári. Gert sé ráð fyrir að farið verði til hefðbundna mælinga á loðnustofninum í janúar 2025 og ráðgjöfin endurmetin að þeim loknum.
Loðnuveiðar Sjávarréttir Efnahagsmál Síldarvinnslan Brim Ísfélagið Tengdar fréttir Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48 Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41 Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. 24. janúar 2024 19:48
Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4. október 2023 21:41
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. 21. mars 2024 22:22