Engin U-beygja hjá Play Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir félagið halda áfram á þeirri vegferð sem lagt hafi verið upp með í fyrra. Vísir/Einar Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira