Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi 13. október 2024 18:16 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Aþenu í kvöld, með sorgarband vegna fráfalls George Baldock, sem lék með gríska landsliðinu og einnig með ÍBV á sínum tíma. Getty/Stephen McCarthy Írar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar þeir lögðu Finna að velli á fimmtudaginn en þeir urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn Grikkjum í Aþenu í kvöld, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Leikmenn léku með sorgarbönd í kvöld vegna fráfalls George Baldock, fyrrverandi landsliðsmanns Grikklands, og Tasos Bakasetas tileinkaði Baldock fyrra mark leiksins þegar hann kom Grikkjum yfir snemma í seinni hálfleik. Grikkir voru 1-0 yfir þar til í uppbótartíma þegar markvörðurinn Caoimhin Kelleher gaf boltann óvart beint á Petros Mantalos sem þakkaði fyrir sig og innsiglaði sigur Grikkja. Þar með hefur Grikkland unnið alla fjóra leiki sína og er efst í riðlinum með tólf stig. England er með níu stig, Írland þrjú og Finnland án stiga, fyrir síðustu tvær umferðirnar í nóvember. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Írar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar þeir lögðu Finna að velli á fimmtudaginn en þeir urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn Grikkjum í Aþenu í kvöld, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Leikmenn léku með sorgarbönd í kvöld vegna fráfalls George Baldock, fyrrverandi landsliðsmanns Grikklands, og Tasos Bakasetas tileinkaði Baldock fyrra mark leiksins þegar hann kom Grikkjum yfir snemma í seinni hálfleik. Grikkir voru 1-0 yfir þar til í uppbótartíma þegar markvörðurinn Caoimhin Kelleher gaf boltann óvart beint á Petros Mantalos sem þakkaði fyrir sig og innsiglaði sigur Grikkja. Þar með hefur Grikkland unnið alla fjóra leiki sína og er efst í riðlinum með tólf stig. England er með níu stig, Írland þrjú og Finnland án stiga, fyrir síðustu tvær umferðirnar í nóvember.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti