Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. október 2024 13:32 Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun