Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar 10. október 2024 14:30 Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sjávarútvegur Orkumál Hafnarmál Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar