Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 10:17 Lögreglumenn með sprengueyðingarvélmenni við fyrirtækið Elbit Systems í Gautaborg þar sem skotárás var gerð í morgun. Vísir/EPA Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira