Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. október 2024 18:02 Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Landsmenn hafa horft upp á langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar síðustu misseri. Hver dagur sem stjórnin situr er þjóðinni rándýr. Á meðan á dauðastríðinu hefur staðið hafa mikilvæg mál rekið á reiðanum. Ríkisstjórnin er fyrir löngu orðin hol likt og yfirgefið geitungabú. Hver höndin er upp á móti annarri og ráðherrar ganga fram í algeru getuleysi og vinna skaða með verkum sínum. Verður nú getið helstu afreka þeirra: Landamæri Íslands eru óvarin og farandfólk flæðir inn. Dómsmálaráðherra hamast þó við að færa stefnu sína að stefnu Miðflokksins. Það er vel en henni mun ekki takast vel til því örflokkurinn stendur í vegi og mun ekki samþykkja neinar breytingar. Menntamál eru í algerum ólestri og árangur í engu samræmi við fjármagn sem rennur í málaflokkinn. Ráðherra horfir máttvana á ástandið og skilar ekki umbeðnum upplýsingum sem er reyndar plagsiður viðkomandi. Tveir matvælaráðherrar hafa að öllum líkindum skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu með framferði sínu og núverandi ráðherra tók upp hjá sjálfum sér að skipta um kúrs í Hvalveiðiráðinu til tjóns fyrir þjóðina. Utanríkisráðherra vinnur að því öllum árum að brjóta niður fullveldi þjóðarinnar með bókun 35 milli þess sem hún flækir þjóðina í aukinn stríðsrekstur. ,,Þetta er allt að koma” tuðar fjármálaráðherra og það má til sannsvegar færa þegar fylgi framsóknar nálgast fimm prósent. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp skilar á meðan auðu í baráttunni við að hemja ríkisútgjöld. Næsta ríkisstjórn mun taka skellinn af óráðsíunni og berjast við halla á ríkissjóði. Umhverfis-orku og loftslagsráðherra liggur yfir hundraðogfimmtíuskrefa áætluninni sem er myllusteinn um háls inn í framtíðina. Heimilin glíma á meðan við síhækkandi orkuverð vegna samþykktar orkupakka 3. Heilbrigðisráðherra treður marvaðann og má þó segja honum til hróss að hann hefur undið nokkuð ofan af marxisma forvera síns. Biðlistar halda samt áfram að lengjast og margir lifa biðina ekki af. Innviðaráðherra bisar við að eyðileggja lífæðina í Vatnsmýrinni með óafturkræfum þrengingum að Reykjavíkurflugvelli. Á meðan dundar háskóla -nýsköpunar og iðnaðarráðherra við að teikna upp næstu ríkisstjórn. Hún gerir þá lítið af sér á meðan. Menningarmálaráðherrann sendir milljarða til Hollywood á meðan innlend kvikmyndagerð sveltur. Forystusauðurinn snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Flokkurinn hans fuðrar upp vegna þess að fólk hefur fyrir löngu fengið nóg. Þjóðinni verður biðin eftir því óhjákvæmilega óbærilega löng. Á sínum tíma hvatti núverandi forsætisráðherra forvera sinn til að skila lyklum að stjórnarráðinu. Hann er hér með hvattur til að gera slíkt hið sama tafarlaust. Hættið að hæða lýðræðið. Hættið gera þjóðinni ógagn. Slítið stjórnarsamstarfinu strax. Það er hvort sem er löngu dautt. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn hans.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar