Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar 9. október 2024 12:32 Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kosningar síðustu ára hafa einkennst af aukningu atkvæða í tapi og sigri en aldrei í þeim mæli sem við sjáum í skoðanakönnunum í dag. Stjórnarflokkarnir eru með 20% fylgi samanlagt, Framsókn með 5%, Vinstri græn með 3% og Sjálfstæðisflokkurinn með 12%. Þeir sem þekkja fleiri en 5-10 síðustu kosningar hafa ekki séð annað eins hvorki í skoðanakönnunum né kosningum. Að þvi undanskildu þegar Píratar mældust með um 30-35% fylgi um mitt kjörtímabil 2015-16 en fengu 14,5% í kosningunum*. Nú mætti ætla að árferði, gegnsæi, málefni og frammistaða í ríkisstjórn eða léleg eða góð stjórnarandstaða skipti þarna máli. Þannig var það áður. Foringjar höfðu mikið að segja í fylgi flokkanna. Þeir voru leiðtogar með málefni og drógu til sín fólk til starfa í flokkunum á þeim grunni. Nú í dag eru pólitískir flokkar ríkisreknir. Fái flokkur yfir 2,5% atkvæða í kosningum fær hann umtalsverða fjármuni frá ríkinu en fari fylgið yfir 5% sem nægir til að koma manni á þing þá aukast greiðslur frá ríkinu til muna. Greiðslur til stjórnmálaflokkana á Íslandi nema hundruðum milljóna á ári og er úthlutað eftir stærð þeirra í kosningum. Greiðslurnar fara fram í byrjun árs. Bara frá þessu atriði var alltaf ljóst að ekki yrði kosið núna í haust því þá fá flokkarnir ekki greiðslu sem kemur eftir áramót. Stór ástæða fyrir því að ekki er löngu búið að kjósa. Nú sitja stjórnir sem lengst til að fá „kvótann”. Með þessu fyrirkomulagi hafa stjórnmálaflokkar byggt sér fílabeinsturn. Niðurstaðan er sú að gamla trygga grasrótin sem byrjaði að bera út dreifirit 16 ára settist svo í hverfastjórnir, nefndir og kjördæmaráð. Með þessum hætti skutu menn rótum í flokkum og færu ekki þaðan nema mikið gengi á. Vinir og félagar úr dreifingum og húsgöngum, stjórnum og nefndum, hittumst síðan á ofangreindum fundum, urðu félagar og sumir vinir. Nú er þessi grasrót flokkana er ekki lengur til staðar. Ekki er lengur þörf á sjálfboðaliðum til að bera út bæklings né þá heldur að menn vinni sig upp í nefndir og stjórnir eftir dugnaði í vinnu fyrir flokka. Ekki þarf að sýna tryggð með því að mæta á hverfafundi og vera verðlaunaður fyrir. Tryggðin er farin. Menn mæta ekki lengur og mjög fámennar klíkur geta valið fólk sem svo velur aftur fólk í stærri nefndir og ráð. Frami í flokkum er ekki að vera tryggur og duglegur í vinnu fyrir flokkinn og mæta á fundi heldur eitthvað allt annað. Að auki gerir þetta nýjum framboðum erfiðara fyrir. Þau fá ekki styrk (kvóta) og þurfa að byrja á að smala saman peningum. Þetta fyrirkomulag er ekkert ólíkt kvótakerfinu í byrjun. Þú færð úthlutun ef þú áttir fylgi (aflamark) fyrir þegar kerfið var sett á. Allir flokkar sem voru með í upphafi „kvótakerfisins” og fengu úthlutaðan „kvóta” eru enn þá á þingi. Samfylking, Vinstri Græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Nú kann að draga til tíðinda. Sá tími kann að vera liðinn að flokkar hafa tryggt fylgi. Líklegast er þó að fjórflokkurinn haldi velli áfram í krafti þessa peninga (kvóta) sem þeir fá nú þegar. Fiskkvótaeigendur eru hættir að henda smáfisk því sá fiskur verður aldrei stór. Þetta hafa stjórnmálaflokkar ekki lært. *Píratar höfðu ekki rótgróna áralanga tryggð né nægilegt fjármagn til að verja fylgið. Ætla má að það hafi gerst því peninga (kvóta) skorti. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun