Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2024 10:28 Friðrik X Danakonungur og Mary drottning eiginkona hans tóku á móti forsetahjónunum Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni í gær. Þau héldu til Amalíuborgarhallar með hestvagni en þar heilsaði Margrét Þórhildur Danadrottning stuttlega upp á þau. Getty/Martin Sylvest Andersen Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra. Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra.
Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira