Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 19:32 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar sá fyrrnefndi heimsótti einræðisríkið í sumar. Þeir skrifuðu undir samkomulag sem ráðamenn í Suður-Kóreu segja marka hernaðarbandalag ríkjanna. EPA/VLADIMIR SMIRNOV Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira