Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 14:33 Íslenskir varnarliðsmenn gætu hlotið þjálfun hjá norska hernum, að sögn Ágústu Ágústsdóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Vísir Skoða ætti kosti þess að stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun, að mati varaþingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Dýrmætt væri fyrir þjóðina að Íslendingar gætu gengið í norska herinn til þess að fá þjálfun og reynslu. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu.
Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira